Ríkisstjórn Katrínar mynduð um stóla en ekki stefnu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er mynduð um stóla en ekki stefnu og það birtist almenningi sem sýndarpólitík þar sem stjórnkerfinu, erlendu og innlendu er falið aðleggja línurnar og stjórna. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í ræðu sinni á Alþingi í gær eftir að Katrín Jakobsdóttir hafði flutt stefnuræðu sína.

Sigmundur gagnrýndi meðal annars framgöngu Katrínar varðandi loftslagsmálin og sagði hana meðal annars hafa haldið fram röngum staðhæfingum um ýmis atriði þar um

Það er t.a.m. ekki rétt sem forsætisráðherra hélt fram í ræðu sinni að fellibyljir væru orðnir tíðari og öflugri en áður. Munurinn liggur í því að nú er mun meiri byggð en áður á þeim svæðum þar sem fellibyljir eru algengastir og tjónið því meira.“ sagði Sigmundur.


Þá gagnrýndi Sigmundur harðlega þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur unnið að á undanförnu vegna loftslagsmála og sagði þær aðgerðir  gagnslausar og að auki íþyngjandi fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar

Til að takast á við stór úrlausnarefni eins og ógnir í umhverfismálum þurfum við að beita vísindum og skynsemi, en ekki notast við sýndarpólitík og moka ofan í skurði. Og ekki með því að finna upp sífellt fleiri refsiskatta, hvaða nöfnum sem þeir eru nefndir. Skatta sem hafa ekki önnur áhrif en að auka álögur á almenning, hækka verðlagsvísitölu og bitna auðvitað verst á þeim tekjulægri.“.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila