Site icon Útvarp Saga

SÞ krefjast þess af Elon Musk að hann ritskoði gagnrýni á covid-bóluefnin

Glóbalistastofnun Sameinuðu þjóðanna SÞ krefjast þess, að „mannréttindi“ verði í fyrirrúmi stjórnunar á samfélagsmiðlinum Twitter í framtíðinni eftir að Elon Musk keypti fyrirtækið. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna krefst þess að Twitter ritskoði „skaðlegar, rangar upplýsingar“ um covid-bóluefni á netmiðlinum svo slíkar rangar upplýsingar skaði ekki mannréttindi fólks.

Sameinuðu þjóðirnar lista upp hvernig Musk á að stjórna innihaldi efnis á Twitter

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Volker Türk, hefur birt opið bréf til Elon Musk, nýja eiganda Twitter (sjá neðar á síðunni).

Þar krefst hann meðal annars þess að „mannréttindi séu miðlæg í stjórnun Twitter.“ Volker Türk skrifar í bréfinu:

„Twitter er hluti af alþjóðlegri byltingu sem hefur breytt samskiptum okkar… En ég skrifa vegna áhyggja og ótta um hið stafræna almenningstorg okkar og hlutverk Twitter í því. Sem nýr eigandi Twitter berð þú mikla ábyrgð.“

Türk telur upp sex punkta, sem hann vill að Musk fylgi. Hann heldur því meðal annars fram að „tjáningarfrelsi sé ekki frípassi“ og varar við því að leyfa „skaðlegar rangar upplýsingar“ eins og gagnrýni á covid-bóluefni:

Að gagnrýna bóluefni lyfjarisanna er „hatur sem hvetur til mismununar, fjandskapar eða ofbeldis“

„Dreifing skaðlegra, rangra upplýsinga, eins og þær sem við höfum séð á meðan á Covid-19 heimsfaraldrinum stóð í tengslum við bóluefnin, hefur í för með sér raunverulegan skaða. Twitter ber ábyrgð á því að forðast að magna upp málefni, sem leiðir til þess að réttindi annarra skaðast.“

„Lög um mannréttindi eru skýr – málfrelsið staðnæmist við hatur sem hvetur til mismununar, fjandskapar eða ofbeldis. Við vitum af rannsóknum okkar að hatursorðræða breiðist út eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum…Stefna Twitter um stjórnun efnis ætti að halda áfram að koma í veg fyrir slíkt hatur á miðlinum og öllum kröftum beitt til að fjarlægja slíkt efni strax.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla