Stjórnarflokkarnir munu tapa miklu fylgi í næstu kosningum

Það er ljóst að þeir flokkar sem nú eru í stjórnarsamstarfi eru að fara að tapa mjög miklu fylgi í næstu kosningum og þeir verða að horfast í augu við það og sætta sig við þá staðreynd. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðingur en hann var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins vera þá að nú þurfi forsvarsmenn flokksins að spyrja sig að því hvort þetta stjórnarsamstarf sé til góðs fyrir flokkinn en síðast en ekki síst þurfi þeir að spyrja hvort það sé til góðs fyrir þjóðina.

Stjórnarsamstarfið að skaða flokkana

Hann segir einnig ljóst að grasrót flokksins vilji veg sjálfstæðisstefnunnar sem mestan en hún hafi setið á hakanum allt frá árinu 2017 þegar stjórnarsamstarfið hófst. Á sama hátt sé það skoðun margra innan VG að þeirra stefnumál hafi þurft að sitja á hakanum allt frá því stjórnarsamstarfið hófst.

Stjórnarflokkarnir þurfa að endurskoða stefnu sína

Jón segir að stjórnarflokkarnir geti aðeins vonað að lækkun verðbólgu og vaxta bjargi þeim úr þeirri krísu sem þeir eru í fylgislega séð en það séu mjög litlar líkur á að það muni verða að veruleika. Hann segir að það sem flokkarnir þurfi fyrst og fremst að gera sé að líta inná við og skoða sín forstumál. Þá þurfi þeir að huga að þeirri stefnu sem þeir aðhyllast og ákveða hvaða stefnu þeir ætla að taka hvað það varðar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila