Stjórnendur í grunnskólum Reykjavíkur þurfa að fá að vera í meira samstarfi við stjórnsýslu borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins

Borgin þarf að eiga meira samtal við skólastjórnendur og þeir þurfa að fá að starfa nánar með stjórnsýslu borgarinnar til þess að koma í veg fyrir að skólarnir lendi í fjársvelti.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Hún segir núverandi fyrirkomulag óásættanlegt ” skólastjórnendur þurfa að skrifa upp nokkurs konar óskalista og þurfa síðan að bíða og vonast eftir því að fá það sem þeir þurfa og þurfa svo að vinna úr því sem þeir fá, sem er svo kannski mun minna en þeir þurfa, það er ekki ásættanlegt og úr því þarf að bæta, það er alveg ljóst“,segir Kolbrún.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila