Stjórnmálamenn munu ekki geta komið Íslandi í ESB

Það myndi ekkert þýða fyrir stjórnmálamenn að reyna að koma Íslandi inn í ESB í dag og stjórnmálamaður sem það myndi reyna myndi allt eins geta reynt að draga krókódíla upp úr næsta pípuhatti. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðingur en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum.

Jón Kristinn segir að ástæðan sé sú að í kringum árin 1970 til 1973 þegar aðildarviðræður Breta, Íra og Norðmanna fóru fram við efnahagsbandalag Evrópu sem við köllum EBE þá var búin til sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins.

Verður aldrei gefin undanþága í sjávarútvegsmálum

Sú stefna var soðin saman svo hratt að hún var sett sem partur af sameiginlegri landbúnaðarstefnu en hún er einmitt grunntónninn í Rómarsáttmálanum sem er stjórnarskrá Evrópusambandins. Það væru því engar líkur á því að öll þau ríki sem hafa neitunarvald innan ESB myndu samþykkja að Ísland fengi undanþágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Því er allt tal um inngöngu Íslands inn í Evrópusambandið dautt frá byrjun og því ættu menn að hætta að láta sér detta í hug að reyna að koma Íslandi þangað inn.

ESB afnemur ekki sjávarútvegsstefnu sína

Það væri ekki nema ESB myndi afnema sjávarútvegsstefnuna og segja Íslandi að það gæti gert það sem það vildi en af því verður aldrei nokkurn tíma segir Jón.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila