Stjórnsýslan er á hvolfi eins og leðurblaka

Hér má sjá leðurblöku á hvolfi en ósagt skal látið hvort hún starfi innan stjórnsýslunnar

Stjórnsýslan hér á landi er á hvolfi eins og leðurblaka og sinnir ekki því hlutverki sem hún á að sinna. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Stjórnsýsla Íslands með mínum augum í gær en þar ræddi Kristján Örn Elíasson við þá félaga Halldór Sigurþórsson og Arngrím Pálmason.

Í þættinum ræddu þeir hvernig stjórnsýslan virkar á Íslandi og hvernig hinn venjulegi borgari á erfitt með að fá þá þjónustu sem honum ber frá stjórnsýslunni. Þetta sé ekki ósvipað og hlutunum er háttað á þinginu þar sem mönnum virðist ómögulegt að ná því fram sem þeir hafi verið kosnir út á, enda séu menn kosnir í pökkum sem kallist flokkar og það veldur ákveðnum vandkvæðum.

„menn fara inn í þessum pakka, eru kosnir í þessum pakka og koma svo aftur út í þessum pakka og ekkert breytist“segir Arngrímur.

Aðspurður um hvort það sé ómögulegt að breyta samfélaginu nema að stokka upp segir Arngrímur það vel hægt ef menn fari að vinna að því sem einn maður.

„eins og ég sagði áðan þá er ekki vont fólk sem starfar á Alþingi heldur ekki í sveitarstjórnum eða fólkið sem starfar í stjórnsýslunni. Vandinn er að þetta fólk starfar á hvolfi, stjórnsýslan er á hvolfi vegna þess að það hefur verið venjan að starfa alltaf á hvolfi, þetta er eins og leðurblakan sem sefur á hvolfi og því er búist við að fólkið sem komi inn með þekkinguna sé á hvolfi en ekki venjuleg mannréttindi“ segir Arngrímur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila