Stokkhólmur er „Kísildalur“ glæpamanna: 15 ára drengur drepinn við verslunarmiðstöð í gær – tvær sprengjuárásir í nótt

Ofbeldið nær nýjum enn fáránlegri og jafnframt hrottalegri tökum á Svíum, fremst þá í höfuðborginni. Öll gömul sprengjumet og drápsmet hverfa daglega eins og dögg fyrir sólu. Blýkúlurnar hvína jafnt á nóttu sem og degi og varla lengur hægt í sumum hverfum að fara í búðarferð í verslunarmiðstöðina án þess að eiga á hættu að lenda í kúlnahríð.

Í gær var enn eitt mannsdrápið með skotvopnum í Huddinge í S-Stokkhólmi um sexleytið og í nótt voru sprengdar tvær sprengjur í norðurhluta Stokkhólmsborgar, ein við anddyri fjölbýlishúss í Upplands Väsby og hin við anddyri fjölbýlishúss í Upplands Bro. Sænska sjónvarpið hefur ekki undan að segja glæpafréttir af skotbardögum og sprengjuárásum og hópur íbúa fjölbýlishúsa sem verða fyrir sprengjuárásum eykst stöðugt. Rætt er um að sænsk börn fái sálfræðileg áreitiseinkenni eins og börn á stríðssvæðum. Lögreglan hafði fyrir áramótin varað sérstaklega við glæpastríði í Stokkhólmi og hefur fengið aðstoð starfsfélaga hvaðanæva af landinu en allt kemur fyrir ekki. Lögreglan hefur handtekið a.m.k. 16 manns í tengslum við glæpastríðið að undanförnu en ekkert hjálpar og glæpahópar ráða ríkjum.

Arðbært að fremja glæpi í Svíþjóð

Daniel Larsson saksóknari skrifar grein í Expressen um vandamál glæpahópanna og segir of mikla áherslu lagða á byssuofbeldið í umræðunni og að vandamálið sé miklu meira en ofbeldið. Fjársvikamálum í velferðarkerfinu og skattaglæpum er ekki forgangsraðað nægjanlega að hans mati. Taka verður á þeim efnahagslegu hvötum, sem knýja skipulagða glæpastarfsemi áfram eins og skipulögðum bótasvikum, skattsvikum, velferðarglæpum og peningaþvætti. Það er mjög arðbært að fremja glæpi í Svíþjóð og því verði að gera það erfiðara og auka möguleikann á að glæpir upplýsist. Það mun þó leiða til versnandi samfélagsþjónustu:

„Það þarf að verða aðeins flóknara að fá velferðarbætur. Það þarf að taka aðeins lengri tíma að fá bætur greiddar. Það þarf að verða minna sveigjanlegt að ferðast til annarra landa eða millifæra peninga á milli landa. Það er gjaldið, sem við þurfum að greiða til að geta unnið gegn þessari skipulögðu glæpastarfsemi.“

„Aukin opinber þjónusta og stafræna væðingin hafa gert kerfin auðveldari í notkun en eftirlit er enn óvirkt og bundið þagnarskyldu. Svíþjóð er orðið að Kísildal fyrir glæpsamlegt frumkvöðlastarf.“

Jafn algengt er að segja fréttir af skot- og sprengjuárásum í Svíþjóð og lesa upp veðurspána…..
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila