Stór mistök að Finnland tók upp evruna

Allt fleiri Finnar gera sér grein fyrir hversu stór mistök það voru, þegar Finnland gekk með í ESB og tók upp evruna. Sá nýjasti í þeim hópi er viðskiptajöfurinn Björn Wahlroos, forstjóri Nordea bankans. Ber hann Finnland saman við Svíþjóð og segir sænsku krónuna mikinn kost fyrir iðnað og samkeppnishæfni Svíþjóðar: “Það hefur kostað Finland gríðarlega mikið fé að við sitjum fastir í þýzkum gjaldmiðli með finnskan atvinnumarkað. Með algjörlega ómögulega verkalýðshreyfingu og vanskapaðan vinnumarkað verður maður að hafa eigin gjaldmiðil.”  Wahlroos bendir á að enginn hagvöxtur hafi verið í Finnlandi frá 2007 í tíu ár fram á við á meðan þjóðarframleiðsla Svíþjóðar hafi stækkað um 20%. Telur hann að Svíar séu betur undirbúnir fyrir fjárfestingar en Finnar.

Nýlega var Finnland valið hamingjusamasta landið annað árið í röð. Wahlroos telur hamingju erfitt hugtak: “Ég held að hamingja Finnlands – ef nú tekst að viðhalda henni frekar í klíniskri skilgreiningu – hafi lítið að segja til um efnahagsframfarir Finnlands.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila