Stórsigur Höllu er sigur almennings gegn elítunni

Niðurstöður forsetakosninganna er stórsigur fyrir Höllu Tómasdóttur og mikill sigur fyrir íslenskan almenning gegn elítunni í landinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun.

Arnþrúður byrjaði á að óska þjóðinni til hamingju með sigurinn gegn elítunni og Höllu Tómasdóttur með forsetakjörið. Það hafi verið almenningur á Íslandi, eða 75% þjóðarinnar sem hafi unnið stórsigur gegn elítunni að hafa ekki látið snúa sig niður með öllum þeim brögðum sem dregin voru upp úr verkfærakassa kerfisins. Þjóðin hafi sagt hingað og ekki lengra og tekið ráðin í sínar hendur.

Halla Tómasdóttir sýndi yfirburða hæfileika

Arnþrúður segir gott að sjá 75% þjóðarinnar sé reiðubúin til þess að segja nei og láta ekki elítuna stýra sér alveg út í eitt. Halla Tómasdóttir hafi sannarlega sýnt það og sannað í kosningabaráttunni að hún væri yfirburða hæf í embættið.

Katrín var sýnilega fulltrúi elítunnar

Pétur segir að Arnþrúður eigi þá við að Katrín Jakobsdóttir hafi verið fulltrúi elítunnar og segir Arnþrúður að það hafi ekki farið á milli mála að svo hafi verið og henni hafi verið það ætlað með slíkum yfirgangi eins og sást. Allt hafi verið notað og allt gert til þess að tryggja henni áframhaldandi stjórnmálalíf á Bessastöðum. Alls kyns karlar, embættismenn og menn innan kerfisins hafi stigið fram og voru búnir að taka þetta í sínar hendur og lýsa yfir stuðningi við hana. Þetta hafi almenningur ekki viljað og sagði hingað og ekki lengra.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila