Það er lítill sáttatónn í Úkraínudeilunni og ljóst að hvorki Rússar eða Úkraínumenn ætla að gefa neitt eftir. Í fréttum Útvarps Sögu í síðustu viku kom fram að þeir skriðdrekar sem Bandaríkin og Þýskaland ætla að senda til Úkraínu munu duga skammt því á móti eiga Rússar um 22.000 þúsund skriðdreka. Því virðist að ákvörðunin um að senda skriðdrekana hafi aðeins verið til þess að kynda undir ófriðarbálinu. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni í dag fjallaði Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi meðal annars um stöðu stríðsins í Úkraníu.
Í nýlegri frétt Útvarps Sögu segir frá því að Mike Flynn hafi greint frá því í þættinum Warroom með Steve Bannon að hann miklar áhyggjur af þeirri þróun sem er að eiga sér stað í stríðinu. Bendir hann á að hann telji möguleikan á beitingu kjarnavopna sé líklega til staðar því báðir aðilar tali um kjarnorkuvopn.
Þá sagði Flynn að af afskiptum Bandaríkjanna gæti hlotist stórslys minnugur þeirra stríða sem á undan komu eins og Afganistan, Víetnam og Írak. Flynn óttast að verið sé að teyma ríki eins og Bandaríkin hægt og rólega út í atburðarás sem endar með heimsstyrjöld. Þá sagði Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu í þættinum Heimsmálunum í síðustu viku að eins og staðan sé nú sé heimsstyrjöld handan við hornið.
Menn skipast í tvo flokka þegar kemur að því hvernig þeir telji best að klára deiluna, það eru þeir sem telji að með því að ausa peningum og vopnum til Úkraínu muni Úkraínu takast að brjóta Rússa á bak aftur og svo eru það hinir sem vilja að samningaleiðin verði farin. Hér á Íslandi höfum við einnig menn sem telja að vopn hafi fælingarmátt, fælingarmátt sem geti jafnvel stöðvað stríð. Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra er einn þeirra en á dögunum mátti sjá athugasemd á samfélagsmiðlum þar sem Björn benti á að fælingamáttur vopna væri slíkur að hann gæti haft áhrif. Sá fælingarmáttur virðist þó ekki hafa fælt Rússa frá þeirri ákvörðun að fara inn í Úkraínu og vopn Rússa hafa sannarlega ekki fælt Úkraínumenn eða Vesturlönd frá því að kynda undir ófriði með frekara vopnaskaki, ekki einu sinni þó vitað sé að Rússar búi yfir kjarnorkuvopnum.
Nálgast má þáttinn hér með því að smella á spilarann hér að neðan