Stúlkan sem varð fyrir hnífaárásinni er látin

Ung stúlka sem varð fyrir hnífaárás sextán ára pilts á menningarnótt er látin. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Fjölskylda Bryndísar Klöru vill koma á framfæri þakklæti til allra sem reyndu eftir fremsta megni að bjarga lífi Bryndísar Klöru, sérstaklega starfsfólki Landspítalans og þeim sem komu að fyrstu hjálp á vettvangi. Hjálp þeirra er ómetanleg.

Eins og fram hefur komið réðist ungur piltur á stúlkuna og tvo vini hennar á menningarnótt þar sem þau sátu inni í bifreið við Skúlagötu.

Pilturinn flúði af vettvangi eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar á heimili sínu. Hann var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald sem var svo framlengt í gær til 29.september. Fram kom á fyrri stigum málsins að þar sem gerandi í málinu er undir lögaldri hafi hann verið vistaður í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Þá eru þau sem urðu fyrir árásinni einnig undir lögaldri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila