Það skiptir mjög miklu máli hvaða aðferð er notuð þegar mæla á tiltekinn árangur af skólastarfi og það skiptir líka miklu máli hvert markmiðið er með mælingunni í upphafi. Þetta segir Sturla Kristjánsson sálfræðingur og fyrrverandi skólastjóri en hann var gestur Valgerðar Jónsdóttur í Menntaspjallinu.
Sturla segir ef horft sé á alla heildarmyndina í þessu samhengi og hvert markmiðið sé, til hvers sé skólinn og hvernig skólinn ætli að skila nemendum frá sér, hvað skólinn geri til þess að svo megi verða og hvernig sé svo árangurinn metinn.
Skólinn á að spyrja nemendur hvað þeir vilji verða
Sturla segir að þetta krefjist þess að því sé velt upp hvort meti eigi árangur nemenda með því að inna þá eftir svörum við spurningum sem skólinn spurði hann aldrei um. Það sé því miður oft þannig að skólinn sé að segja nemandanum hvernig hann eigi að vera í stað þess að spyrja nemandann að því hvað hann vilji verða.
Verðum að vita hvernig skóla við viljum
Það sé grunnatriðið að fyrst sé ákveðið hvernig við viljum að skólar séu og síðan sé mikilvægt að skipuleggja skólastarfið út frá því. Þá þurfi að hafa það algerlega á hreinu með hvaða gögn á að vinna til þess að ná þeim árangri sem ætlast var til að ná.
Ef þessi atriði eru ekki í lagi þá sé ekkert óeðlilegt við að eitthvað fari úrskeiðis sem þyrfti ekki að fara úrskeiðis ef rétt sé að málum staðið.
Hlusta má á ítarlegri umræðu í spilaranum hér að neðan