Sunak vill „endurræsa allt alþjóðlega fjármálakerfið“ – vegna loftslagsins

Mynd: Simon Dawson / No 10 Downing Street (CC 2.0)

Stjórnmálamenn nútímans í hinum vestræna heimi virðast vera uppteknari af loftslaginu framar öllu öðru – til að „ENDURSTILLA“ heiminn. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hann vilji „endurræsa“ allt fjármálakerfi heimsins – vegna loftslagsins.

Það var í lok árs 2021 sem núverandi forsætisráðherra Breta, Rishi Sunak, þáverandi fjármálaráðherra, sagði á loftslagsráðsstefnunni COP26 að hann vildi „endurtengja allt alþjóðlega fjármálakerfið“ til að ná hreinni núlllosun koltvísýrings.

Grænna fjármálakerfi er á leiðinni

Hann sagði:

„Það sem er mikilvægt núna eru aðgerðir: að fjárfesta fjármagninu í framtíð okkar með lítilli koltvísýringslosun. Til þess verða fjárfestar að bera jafn mikið og skýrt traust til loftslagsáhrifa fjárfestinga sinna og þeir hafa á hefðbundnum fjármálatölum um hagnað og tap.“

„Svo þriðja aðgerð okkar er að endurræsa allt alþjóðlega fjármálakerfið fyrir „Net Zero.“ Betri og samkvæmari loftslagsgögn. Græn ríkisskuldabréf. Lögboðnar sjálfbærniupplýsingar. Rétt vöktun loftslagsáhættu. Sterkari alþjóðlegir skýrslugerðarstaðlar.“

Að sögn Sunak hefur Bretland þegar gert fyrirtækjum skylt að birta „loftslagstengdar fjármálaupplýsingar.“ Einnig á að lögþvinga fyrirtækin til að birta áætlun um hvernig eigi að minnka losun koltvísýrings og fara yfir í „Net Zero.“

Hlustaðu á ræðuna í tístinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila