Sundmaðurinn Adam Peaty sem er sexfaldur Ólympíuverðlaunahafi, hefur greint frá því að íþróttamenn á Ólympíuleikunum í París 2024 hafi fundið orma í matnum sínum. Hann hefur gagnrýnt ófullnægjandi mataraðstöðu í Ólympíuþorpinu og kvartað yfir magni og gæðum matarins sem í boði er, þar sem hann telur það hafa áhrif á frammistöðu íþróttamannanna.
Hann segir í viðtali við The Guardian matarþjónustuna ekki nægilega góða fyrir þá frammistöðu sem ætlast er til af þeim íþróttamönnum sem taka þátt í leikunum. Bendir Peaty á að í Tókýó haFI maturinn verið ótrúlega góður. Í Ríó hafi hann verið frábær. En alls ekki í París. Hann segir ekki nægilega marga próteinkosti, biðraðir séu langar og menn þurfi að bíða í 30 mínútur eftir mat því það er ekkert sérstakt biðraðarkerfi.“
Skipuleggjendur leikanna hafa lofað að gera 60% af öllum máltíðum kjötlausar og þriðjung grænmetisætur, sem hluti af sjálfbærnistefnu leikanna, en Peaty segir að það henti honum ekki. Hann segir sjálfbærnistefnuna hafa einfaldlega verið þröngvaða á íþróttamennina. Bendir hann á að hann þurfi kjöt til þess að geta staðist væntingar og það sé það sem hann borði venjulega og sjái ekki ástæðu til þess að breyta því.
Þá sé hann einnig til í að borða fisk en íþróttamenn á leikunum séu að finna orma í fisknum, sem sé alls ekki geðslegt.
Talsmaður Ólympíuleikanna í París 2024 segist taka ábendingarnar alvarlega: „Við hlustum á íþróttamennina og tökum ábendingar þeirra mjög alvarlega. Frá opnun þorpsins hefur samstarfsaðili okkar, Sodexo Live!, unnið að því að aðlaga framboð í veitingastöðum Ólympíuþorpsins að aukinni notkun og raunverulegri neyslu íþróttamanna sem hefur verið fylgst með fyrstu dagana. Fyrir vikið hefur magn ákveðinna vara verið aukist verulega og viðbótarstarfsmenn hafa verið ráðnir til að tryggja að þjónustan gangi snuðrulaust fyrir sig.“