SUS segja ræðu Bjarna Benediktssonar á kirkjuþingi lýsa gríðarlegu skilningsleysi

Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir gagnrýna harðlega þá sýn Bjarna Benediktssonar sem fram kom á krkjuþingi um að það sé aðallega ungt fólk sem ekki hafi upplifað áföll vilji aðskilnað ríkis og kirkju. Í tilkynningunni segir meðal annars ” Orðræða af þessu tagi lýsir gríðarlegum vanskilningi á málstað þeirra fjölmörgu Íslendinga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju, en um er að ræða baráttumál SUS til margra áratuga og samþykkta stefnu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Það er afar ómálefnalegt að afskrifa málstað þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju með þeim hætti sem Bjarni gerði. Málstaður þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju byggir í langflestum tilvikum á því að það sé ekki hlutverk ríkisins að skattleggja almenning til að fjármagna trúfélög, hvað þá eitt trúfélag framar öðrum. Slíkt fyrirkomulag felur í sér mikið ójafnræði milli trúfélaga og er á skjön við lífsskoðanir fjölmargra Íslendinga, en sá hópur fer stækkandi með hverjum deginum og samanstendur af þjóðfélagshópum af öllum aldri og pólitískum skoðunum, og stendur í engu sambandi við reynslu fólks af áföllum í lífinu.“,segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila