Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst næstkomandi.
Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af niðurstöðu Eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala.
Í ljósi þeirrar niðurstöðu er það mat Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að nauðsynlegt sé að fresta upphafi hvalveiðivertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði laga um velferð dýra.
“Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“
Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort ráðherra hafi rætt ákvörðun sína innan ríkisstjórnarinnar en í viðtali við Útvarp Sögu á dögunum sem lesa má nánar um hér, sagði Jón Gunnarsson þáverandi dómsmálaráðherra að ekki kæmi til greina að hætta hvalveiðum og að hann teldi það mat flestra inna þingflokks Sjálfstæðisflokksins.