Sverrir sem er níræður bóndi búsettur í Skagafirði hringir reglulega í símatímann á Útvarpi Sögu og iðulega hendir hann fram skemmtilegum vísum um málefni líðandi stundar.
Í símatímanum hjá Arnþrúði í dag hringdi Sverrir inn hress að vanda og fór með nokkrar vísur sem hann samdi í kringum forsetakosningarnar og látum við þær hér fylgja til gamans fyrir lesendur og hlustendur.
Hjá þjóðinni núna reynist víst rökkva
raunanna strekkist band
skipstjórinn flúinn skipið að sökkva
skjótast þá rottur í land
Ýmislegt nú sér stað
áfram líður stund
að Kata skyldi ekki komast að
kætir mína lund
Hennar er fallin heillasól
heldur vel það munum
fórnaði bara fyrir stól
flokknum og hugsjónunum