Svíar hafa aldrei verið jafn svartsýnir á framtíðina

Mikill meirihluti sænsku þjóðarinnar telur, að Svíþjóð sé alfarið á rangri braut. Johan Martinsson, dósent og forstöðumaður SOM-stofnunarinnar við Háskólann í Gautaborg segir að „metsvartsýni“ ríki í Svíþjóð.

Samkvæmt nýjustu SOM könnuninni (sjá pdf neðar á síðunni), þá hafa Svíar aldrei á undanförnum áratug talið þróunina ganga jafn mikið í ranga átt eins og núna.

Tæplega sjö af hverjum tíu, 67%, telja Svíþjóð vera á rangri braut. Einungis 13% telja Svíþjóð vera á réttri braut.

Horfur í fjármálum einstaklinga eru einnig mjög dökkar. 34% segja, að fjárhagsstaða þeirra hafi versnað undanfarna tólf mánuði, samanborið við 15% í fyrra.

Hlutfall þeirra sem telja að einkafjárhagurinn hafi versnað hefur aldrei áður aukist jafn mikið frá einu ári til annars eins og núna.

Deila