Site icon Útvarp Saga

Ný frétt: Varnarmálaráðherra Íraks sænskur ríkisborgari á félagslegum bótum í Svíþjóð

Varnamálaráðherra Bandaríkjanna Mark Esper t.v. ásamt varnamálaráðherra Íraks Najah al-Sammari t.h.

Í vikunni uppgötvaðist að varnarmálaráðherra Íraks Najah al-Sammari er skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólmsborgar sem sænskur ríkisborgari undir nafninu Najah Al-Aldeli.

Í Svíþjóð hefur hann verið ákærður fyrir afbrot m.a. fyrir að hafa logið um að vera veikur og ekki geta stundað vinnu. Hann og kona hans hafa fengið félags- og barnabætur í fleiri ár og hann að auki veikindapeninga á sama tíma og hann hefur starfað fyrir ríkisstjórn Íraks. Najah al-Sammari og varnamálaráðuneyti Íraks eru talin bera ábyrgð á dauða yfir 320 mótmælenda upp á síðkastið í Írak þar sem m.a. táragassprengjum hefur verið skotið í höfuð og líkama mótmælenda.


Samkvæmt heimildum lögreglunnar sem Nyheter idag birtir var al-Shammari ákærður í byrjun nóvember og stendur rannsókn yfir á peningaafbrotum hans í Svíþjóð.


”Ákærandinn sem ekki vill gefa upp nafn sitt segir að fjölskylda varnamálaráðherrans hafi búið í Írak í mörg ár. Varnamálaráðherrann hefur góðar tekjur í Írak en kemur með fjölskylduna nokkrum sinnum á ári til Svíþjóðar til að viðhalda þeirri blekkingu að hann búi þar. Börnin eru skráð í frískóla í Svíþjóð og íbúðin leigð út til annarra” segir í ákærunni.


Í umsókn um sjúkrabætur til Sjúkrasamlags Svíþjóðar segir al-Shammari að bæði hann og konan séu atvinnulaus og lifi á félagsbótum. Varnamálaráðherra Íraks kemur fyrir í níu mismunandi málum hjá sænsku lögreglunni síðan 2015.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla