Svíþjóð mótmælir formlega umfjöllun sendiherra Rússlands sem segir Svíþjóð „lögmætt skotmark“

Utanríkisráðherra Svíþjóðar Tobias Billström innsiglar vináttu Svíþjóðar við Nató með aðalritara Nató Jens Stoltenberg t.v. Rússneski sendiherrann í Svíþjóð Viktor Tatarintsev t. h. en hann varaði Svíþjóð fyrir afleiðingum þess að gerast aðilar að Nató. (Mynd sænska stjórnarráðið/sendiráð Tékkalands).

Sænska utanríkisráðuneytið tilkynnti, að það kallaði sendiherra Rússlands í Svíþjóð, Viktor Tatarintsev, til formlegra mótmæla. Fundurinn átti samkvæmt tilkynningunni að eiga stað miðvikudag, þ.e.a.s. í gær. Bakgrunnurinn er lengri texti sem rússneski sendiherrann skrifaði á Facebook og á vefsíðu sendiráðsins á þriðjudag.

Í textanum heldur Tatarintsev því meðal annars fram að Svíþjóð sé að „stíga skref út í hyldýpið“ og „undirbúa sig í hlýðni undir að verða enn ein bandaríska nýlendan.“ Er það vegna samþykktar sænska þingsins sem samþykkti formlega aðildina að Nató í síðustu viku. Í textanum er sprenging Nord Stream í fyrrahaust sögð vera hryðjuverkaárás og Svíar sakaðir um að hafa ásamt Danmörku og Þýskalandi „hreinsað burt sönnunargögn sem gætu bent til, hverjir það voru sem stóðu að baki skemmdarverkunum.“

„Lögmætt skotmark“

En það sem hefur fengið flesta til hækka augabrýrnar er að Tatarintsev nefnir Svíþjóð sem „lögmætt skotmark“ verði landið meðlimur í hernaðarbandalagi Nató. Hann skrifaði:

„Ef einhver heldur að þetta muni á einhvern hátt bæta öryggi Evrópu – verið þá viss um að nýju meðlimir óvinabandalagsins verða lögmæt skotmörk fyrir mótvægisaðgerðir Rússa, þar á meðal hernaðarlegar.“

Hann varar einnig við því að aðild að Nató gæti dregið Svíþjóð inn í stríð gegn Rússlandi.

„Það er ekki hægt að útiloka að þarfir Nató til að berjast gegn Rússlandi „til síðasta Úkraínumannsins“ leiði til þess að á endanum verði engir Úkraínumenn eftir sem geta barist og að leiðtogar sambandsins ákveði að ganga að fullu inn í átökin. Í því tilviki munu Svíþjóð óhjákvæmilega dragast með í stríðið og Svíar sendir í burtu til að deyja fyrir hagsmuni annarra.“

Sænsk mótmæli

Ríkisstjórnin kaus á miðvikudag að bregðast við skýringum rússneska sendiherrans um aðild Svíþjóðar að Nató með því að kalla hann til formlegra mótmæla í utanríkisráðuneytinu. Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar skrifar í yfirlýsingu:

„Utanríkisráðuneytið mun kalla rússneska sendiherrann til að mótmæla þessari augljósu tilraun til að hafa áhrif.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila