Site icon Útvarp Saga

Svíþjóð: Trúnaðarskjölum sænska hersins lekið til kínverja

Varnarmálasérfræðingurinn Johan Tunberger segir að leki á upplýsingum og gögnum um húseignir hersins í Svíþjóð til kínversks verktaka sé meira hneyksli en tölvulekamálið sem olli brottvikningu tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Svíþjóðar. Tunberger sem um margra ára skeið var yfirmaður samskiptamála hjá sænska hernum FRA segir að það sé fjarstæða að halda því fram að gögnin um fasteignir hersins séu ekki leynilegar eins og fulltrúi fasteignafélags hersins heldur fram. Gögnin sem um ræðir innihalda upplýsingar um 2400 fasteignir í eigu hersins en upplýsingarnar voru afhentar kínverska verktakanum en afhending þeirra hefur sem fyrr segir sætt harðri gagnrýni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla