Svíþjóð: Verða að nota einkabílinn í heimilisþjónustu við aldraða og sjúka – 40 bílar bæjarins skemmdir í næturárásum þessa viku

Sænska sjónvarpið og fleiri miðlar greina frá skipulögðum skemmdarverkum gegn Södertälje en alls hafa 40 bílar bæjarins verið eyðilagðir eða skemmdir í næturárásum þessa vikuna. Bílarnir voru notaðir við heimaþjónustu við aldraða og sjúka og einnig af fasteignafélaginu Telge bostäder (mynd sksk svt).

Hefnaraðgerðir gegn hinu opinbera aukast

Nokkrar nætur í röð hafa einhverjir valdið skemmdum á ökutækjum í opinberri eigu í Södertälje. Lögreglan hefur engar upplýsingar um skemmdarvargana, sem ollu miklum vandræðum fyrir heimaþjónustuna og miklum kostnaði fyrir skattgreiðendur borgarinnar með árásinni. Engu er líkar en að einhver aðili/aðilar séu að hefna sín á yfirvöldum.

Alls voru um 40 bílar skemmdir í borginni sem hefur háa glæpatíðni og marga innflytjendur. Gengið hefur verið skipulega til verka og brotin markviss og framin að næturlagi nokkra daga í röð.

Margir bílanna eru í notkun hjá heimaþjónustunni, sem á vegna skemmdarverkanna í miklum vandræðum með að heimsækja aldraða, sjúka og öryrkja í borginni. Hafa bílar verið lánaðir með starfsmönnum annarra deilda sem þá geta ekki unnið sín störf og einnig notar heimilsþjónustan um stundarsakir við einkabíla starfsmanna.

Dýrt fyrir skattgreiðendur

Sænska sjónvarpið ræddi við Åke Martinsson, sem er yfirmaður öryggismála hjá sveitarfélaginu Södertälje. Hann segir skemmdarverkin alvarleg og bendir á að margir neyðast núna til að nota eigin einkabíla á meðan bílar Södertelje eru í viðgerð og muni það auka enn á kostnað skattgreiðenda.

„Það snýst ekki bara um viðgerðarkostnaðinn, heldur einnig litið til lengri tíma, því núna munu tryggingafélögin breyta áhættumati og hækka iðgjöldin.“

Engin merki um skemmdarvargana og enginn handtekinn

Málið hefur verið kært til lögreglu en enginn glæpamaður hefur verið handtekinn. Ekki er heldur vitað, hvort lögreglan hafi einhverjar vísbendingar, sem gætu leitt til handtöku.

Til að draga úr hættu á áframhaldandi skemmdarstarfi, þá eru bílar sveitarfélagsins fluttir burtu eins langt og hægt er á önnur stæði, þar sem myndavélaeftirlit er eða þar sem hægt er að loka bílana inni í bílageymslum. Jafnframt er verður öryggisvörðum á bílastæðum sveitarfélagsins fjölgað, sem einnig mun auka kostnað fyrir skattgreiðendur borgarinnar.

Deila