Talsverður erill hjá lögreglu

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en meðal verkefna á borði lögreglu nokkur heimilisofbeldismál. Rétt fyrir klukkan sex í morgun fékk lögreglan tilkynningu um líkamsárás þar sem tveir menn höfðu ráðist á þann þriðja, en þegar lögreglan kom á staðinn voru meintir gerendur farnir af vettvangi. Þá fékk lögreglan tilkynningu um að maður hefði brotiðrúðu á veitingastað í miðborginni og höfðu dyraverðir handsamað skemmdarvarginn. Eftir að lögregla hafði rætt við gerandann á vettvangi var honum leyft að halda sína leið. Hópslagsmál komu einnig inn á borð lögreglu en rétt eftir klukkan fimm var tilkynnt um hópslagsmál í Árbæjarhverfi, en þar voru þrír handteknir í kjölfarið og bíða þess að verða yfirheyrðir vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að allar fangageymslur hafi verið fullar eftir erilsama nótt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila