Telja að 25 manns hafi átt aðild að árásinni í Bankastæti Club

Lögregla telur að allt að 25 manns eigi aðild að hnífsstunguárásinni sem framin var í Bankastræti Club í gærkvöld og hefur lögregla í morgun reynt að hafa uppi á þeim hópi sem talinn er standa á bak við árásina. Óljóst er hversu margir úr hópnum komu á staðinn í gærkvöld og áttu beinan þátt að árásinni en sjónarvottar telja að þeir hafi verið á bilinu 4 til 5, sumir segja þó að hópurinn hafi verið mun stærri en fjórir hafi tekið sig út fyrir stærri hóp manna sem kann að einhverju leyti að skýra misræmið í fjölda þeirra sem frömdu árásina. Lögregla hefur gefið út að fjórir hafi verið þegar handteknir í tengslum við málið.

Eins og segir í frétt Útvarps Sögu í morgun er talið að árásin hafi verið þaulskipulögð og er jafnvel talið að einhver af þeim sem eiga aðild að árásinni hafi verið fyrir inni á staðnum til þess að gefa árásarmönnunum upplýsingar um hvar þeir sem ráðist var á voru inni á staðnum. Samkvæmt heimildum stendur mikil leit yfir að þeim sem taldir eru eiga þátt í skipulagningu árásarinnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila