Telja að kvikuhlaup á Sundhnjúksgígaröðinni sé hafið eða sé að hefjast

Öflug skjálftahrina hófst í morgun á Sundhnjúksgígaröðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er talið að þetta bendi til þess að kvikuhlaup sé hafið eða sé við það að hefjast.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni vegna málsins segir að verið sé að skoða nánar hvað hér sé á ferðinni en sé um kvikuhlaup að ræða sé mjög líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið.

Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að sögn Veðurstofunnar en að þær verði gefnar út þegar þær liggja fyrir.

Viðbragðsaðilar eru nú að rýma Grindavík vegna stöðunnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila