Teningunum er kastað: Yfirlýsing um ákæru á hendur Trump birt í gær

Embætti héraðssaksóknara í Manhattan gaf út yfirlýsingu á fimmtudagskvöld þar sem staðfest er ákæra á hendur Trump forseta. Engar upplýsingar um efni ákærunnar komu fram samanborið við tilkynninguna hér að neðan:

„Í kvöld höfðum við samband við lögfræðing herra Trump til að undirbúa kvaðningu hans til að mæta við réttarhöld hjá saksóknara Manhattan vegna ákæru Hæstaréttar, sem enn er innsigluð. Leiðbeiningar verða veittar þegar dagur réttarhaldanna verður ákveðinn.“

Hæstarétti New York ríkis lokað á meðan ákæran var samin

Áður hafði Washington Post greint frá því að ákæran var lögð fram eftir að Hæstarétti New York ríkis var lokað í heilan dag á meðan verið var að semja ákæruna.

„„Ákæran var lögð fram fyrir luktum dyrum eftir að skrifstofu embættis Hæstaréttar New York á Manhattan var lokað í heilan dag. Hurðum var lokað á meðan hin sögulega ákæra var skjalfærð sem er – algjört frávik frá venjulegum venjum.“

Möguleg réttarhöld yfir fyrrverandi forseta á mánudag eða þriðjudag

Steven Bognar, blaðamaður WNBC-TC, sagði að Trump gæti gefið sig fram á mánudag eða þriðjudag:

„Margar heimildir segja Jonathan hjá 4NY að viðræður séu í gangi um möguleg réttarhöld yfir Donald Trump fyrrverandi forseta á mánudag eða þriðjudag.“

Árás á landið okkar, inngrip í komandi forsetakosningar

Þegar John Santucci, blaðamaður ABC, spurði Trump í síma hvort hann hygðist mæta í réttinn, neitaði Trump að svara sbr. tístið hér að neðan:

„STÓRFRÉTT: Trump fv. forseti segir við Santucci frá ABC, að tilkynning um ákæru sé árás á landið okkar. Þeir eru að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Santucci spyr Trump hvort hann ætli að gefa sig fram og fv. forseti svarar: „Gangi þér vel John“ áður en hann leggur tólið á.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila