Það er kúnst að setja mörk í samskiptum

Margir þeir sem telja sig hafa sett ákveðin mörk þegar kemur að samskiptum við fjölskyldu eða vini hafa ekki sett mörk í raun því það er ákveðin kúnst að setja mörk og sú kúnst er ekki eitthvað sem fólk lærir í skóla heldur eru þetta ákveðin fræði. Þetta ver meðal þess sem fram kom í máli Ragnhildar Þórðardóttir sálfræðings, sem betur er þekkt sem Ragga Nagli í þættinum Heilsan heim en hún var viðmælandi Sigrúnar Kjartansdóttur.

Hún segir að þegar fólk setji mörk í samskiptum þurfi það að gerast á þann hátt að það geri samskiptin uppbyggilegri. Til dæmis þegar einhver setji fram ábendingu til maka um að hann taki aldrei úr uppþvottavélinni væri betra að segja við viðkomandi að þér þætti vænt um að hann taki úr uppþvottavélinni því þér finnst það ansi oft lenda á þér.

„þetta eru sömu skilaboðin en þeim er bara pakkað í fallegan pappír og slaufa sett ofan á“segir Ragga.

Þetta skipti máli því hvernig við tjáum okkur getur leitt til frekari ágreings ef það er ekki gert á uppbyggilegan hátt.

„einhver sagði að mörk eru fjarlægðin þar sem ég get elskað mig og þig samtímis. þannig ákveðum við hversu langt við hleypum fólki og hvaða hegðun er okkur ásættanleg og hvað ekki“segir Ragga.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um mörk og uppbyggileg samskipti í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila