Það er verið að gefa þjóðinni langt nef í orkupakkamálinu

Haraldur Ólafsson og Birgir Þór Steingrímsson.

Þeir flokkar sem vinna að því að koma orkupakka þrjú í gegnum þingið eru að gefa stærstum hluta kjósenda sinna og þjóðinni langt nef. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar og Birgis Þórs Steingrímssonar félaga í hópnum orkanokkar.is í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur. Þeir Haraldur og Birgir benda á að einn þeirra flokka sem standa að þingsályktunartillögunni , Vinstri grænir kenni sig við náttúruvernd, því skjóti það afar skökku við að flokkurinn taki þátt í málinu “ þetta er afar einkennilegt, þarna er verið að gefa kjósendum langt nef, og það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem er að gefa kjósendum langt nef, heldur líka Vinstri grænir, það er ekki nokkur kjósandi Vinstri grænna sem vill selja Landsvirkjun, það er því alveg með ólíkindum að menn vilji feta þessa slóð„, segir Haraldur. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila