Íris Erlingsdóttir skrifar frá Bandaríkjunum
“Gætu fjölmiðlar mögulega sett einn fréttamann – af öllum þeim sem nú eru að vinna að sömu fréttinni, Kamala sem Kristur – á Framhaldssöguna um Joe Biden,” sem er (í orði ef ekki á borði) forseti Bandaríkjanna núna og næstkomandi sex mánuði, spyr Charles W. Cooke í National Review.
Cooke hafði spáð því að um leið og fjölmiðlar fengju það sem þeir vildu – sem var að leggja lið kosningabaráttu Demókrataflokksins – myndu þeir skyndilega missa áhugann á sannleikanum um heilsu Biden, en “að horfa upp á þetta, er óhuggulegt.”
Málið er að þetta skiptir verulega miklu máli, segir Cooke. Staðhæfing fjölmiðla þess efnis að þeir hafi ekki vitað að Joe Biden væri í jafn slæmu formi og í ljós kom í forsetaumræðunum þýðir að það var – eins og New York magazine kallar það – “samsæri” í Hvíta húsinu um að blekkja almenning, að blekkja fjölmiðla. Ætla þeir að rannsaka það? Hafa þeir áhuga á að komast að því hvað gerðist hér? Ætla þeir að spyrja Kamölu Harris hvers vegna hún laug í beinni sjónvarpsútsendingu um ástand Bidens? Hvað með hina þátttakendurna í samsærinu?
Fyrir utan þetta, getum við fengið að vita hvers vegna forsetinn ákvað að bjóða sig ekki fram aftur, annað en að hann trúir “að það sé í þágu flokks míns og þjóðarinnar“? Getum við fengið að vita hvort eða hversu vel hann getur gegnt starfi sínu? “Okkur er sagt að hann sé á einhverjum undrastað inni í Twilight Zone þar sem hann er nógu hress til að vera forseti í hálft ár en ekki nægilega sprækur til að heyja kosningabaráttu. Er mögulegt að bæta kjöti á þessi bein?”
Cooke segir háðslega, “skiljanlega er þetta ekki eins spennandi og að hjálpa Demókrötum að losna við frambjóðanda þeirra [Biden], en samt sem áður er það staðreynd að fréttaflutningur af hæfni og hátterni núverandi forseta Bandaríkjanna er mikilvæg starfsskylda fjölmiðla. Gætu þeir …sinnt henni?”