Það verður borgarafundur með íbúum í Hafnarfirði um áform Carbfix

Niðurdæling Carbfix á kolefni við Vallahverfið í Hafnarfirði er spennandi verkefni en það er mjög mikilvægt að allar staðreyndir um verkefnið séu á hreinu. Það verður haldinn borgarafundur með íbúum í Hafnarfirði og öðrum hagsmunaaðilum um áform Carbfix. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður Samfylkingarinnar en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu sem hlusta má á í spilaranum hér að neðan.

Ef einhver vafi leikur á Carbfix verkefninu þá samþykki hann það ekki

Guðmundur segir að eitt stærsta áhyggjuefnið sem hann hafi haft af verkefninu vera hvort niðurdælingin myndi valda jarðskjálftum. Því hafi Guðmundur rætt við sérfræðinga um málið sem segja að það muni ekki gerast en það sé orðað á þann hátt að á því séu sáralitlar líkur. Hann hafi innt sérfræðinganna eftir því hvers vegna þeir segðu þá ekki hreint út að niðurdælingin myndi ekki valda jarðskjálftum. Því hafi verið svarað til að það mætti alls ekki fullyrða svo sterkt í vísindalegum niðurstöðum. Hann segir að ef það væri einhver vafi um hvort dælingin gæti valdið jarðskjálftum myndi hann alls ekki vera fylgjandi framkvæmdinni.

Engin hætta á að vatn spillist

Þá segir Guðmundur að það hafi komið fram ábendingar um að framkvmdin gæti haft áhrif á ferksvatslindir á svæðinu. Það væri hins vegar svo að vatn yrði aldrei nýtt á þessum slóðum. Ef svo færi að menn ætluðu að nýta vatnið sem neysluvatn yrði það sótt langt ofan við iðnaðarhverfið á Völlunum og því engin hætta á að það myndi spillast.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila