Það voru allir upplýstir um það sem Bankasýslan var að gera í söluferli Íslandsbanka

Það voru allir ráðherrar sem höfðu með sölu Íslandsbanka að gera upplýstir um hvað Bankasýslan aðhafðist í söluferli bankans. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Bjarnasonar viðskipta -og hagfræðings, fyrrum lektors við HÍ og fyrrverandi alþingismann, ásamt því að Vilhjálmur situr í stjórn Bankasýslu ríkisins í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum benti Arnþrúður á að fólk eigi erfitt með að treysta stjórnvöldum því það hafi sýnt sig að ekki megi birta gögn og skýrslur, og þegar kæmi að sölu ríkiseigna væri sífellt pukur í kringum slíka sölu og tók sölu Íslandsbanka sem dæmi. Vilhjálmur sagði að í gildi væru ákvæði um trúnað í verðbréfaviðskiptum og svo framvegis.

„Bankasýslan var bundin af lögum þarna en svo voru það fjármálaráðherra og forsætisráðherra sem taka af skarið og ákveða hvenær skýrlan yrði birt og að mínu viti var það ekki samkvæmt lögum en það hefði svosem mátt aflétta leynd af þessum kaupendahópi“

Arnþrúður benti á að þessi staða væri að koma upp ítrekað þegar verið væri að selja ríkiseigur og þá væri alltaf mikil leynd yfir öllu, allt væri skjálfandi og mikið pukur í gangi.

“ ekki voru þið í Bankasýslunni að gera eitthvað sem ráðherra vissi ekki?“spurði Arnþrúður

„við gerðum nákvæmlega það sem við höfðum upplýst efnahags-og viðskiptanefnd um en svo geta menn játað á sig heimsku eftirá“segir Vilhjálmur.

Deila