ÞEGAR DANIR RÆNDU ÍSLAND

Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur

Hallur Hallson skrifar:

Eftir að Jón Arason var hálshöggvinn í Skálholti 1550 fór allt vald úr landi & einn svívirðilegasti þjóðarstuldur sögunnar átti sér stað þegar Danir fóru ránshendi um Ísland & rændu klaustur öllu silfri gulli & dýrgripum. Það tók Dani rúman áratug að flytja dýrgripi Íslands úr landi. Kistur hlaðnar dýrgripum fylltu skip eftir skip eftir skip til Köben þar sem þeir bræddu silfrið.

Kristján III [1534-1559] sölsaði jafnframt undir sig auðlindir landsins; silfur, gull & jarðeignir, fisk, brennistein & grút til að lýsa upp Köben. Kristján III setti bann á samskipti við aðrar þjóðir. Hin illræmda Einokunarverslun 1602-1787 lamaði þjóðina & niðurlægði svo sjálft við lá að íslensk þjóð tortýmdist.

Flesksamningurinn illræmdi

Jón Arason

Á bak við luktar dyr árið 1901 undirrituðu Danir & Bretar svínslegan samning í Lundúnum um veiðar breskra togara upp við landsteina & Bretar opnuðu allar gáttir fyrir danskt beikon; „flesksamningurinn illræmdi“ var kaup kaups Dana & Breta. Í kjölfarið fjölgaði dönskum svínum úr nokkur hundruð þúsund í nokkrar milljónir.

Samningurinn gilti til 50 ára svo það var ekki fyrr en 1952 sem landsmenn losnuðu undan hinum illræmda dansk-breska svikasamningi. Þorskastríðin gátu fyrst hafist 1952 þegar „flesksamningurinn illræmdi“ rann sitt skeið. Bretar settu löndunarbann á íslenskan fisk við útfærslu landhelginnar 1952. Engan stuðning fengu Íslendingar frá vores nordiske venner frekar en endranær en Stalín hóf að kaupa af okkur fisk. Þorskastríðunum lauk með fullum sigri Íslendinga yfir auðlindum sínum árið 1976.

Árið 2014 settu illa upplýstir kjánar í utanríkisráðuneytinu viðskiptabann á Rússa útaf Krímskaga & eyðilögðu dýrmæta tollfrjálsa markaði í Rússlandi meðan Þjóðverjar halda áfram að selja Audi & Benz til Moskvu & Brussel setur 20% toll á íslenskan fisk. Íslensk þjóð man glöggt þegar „vores nordiske venner“ létu greipar sópa um íslenskar eigur í kjölfar Hrunsins 2008 & flykktu sér að baki Brussel, London & Haag í Icesave svínaríinu.

Danskar bréfabækur

Fáar þjóðir ef nokkur hafa mátt sæta jafn svívirðilegum þjófnaði þjóðarauðæva & Íslendingar. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur fann danskar bréfabækur fyrir nokkrum árum í Köben. Dýrgripir klaustra & kirkna voru fluttir til Kaupmannahafnar. Gnægð dýrgripa & víkingaaldarsilfur kom henni á óvart. Páll Eggert Ólason höndlaði þessi skjöl um aldamótin 1900 en svo féllu þau í „fagmannlega“ gleymsku vestur á Melum.

Hinar myrku aldir Íslands

Steinunn Krtistjánsdóttir

Steinunn hefur skrifað magnað verk um klausturrannsóknir sínar „Leitin að klaustrunum“. Eftir að hafa fundið hinar dönsku bréfabækur fór Steinunn til Rósenborgarhallar sem Danakonungur reisti um 1600. Þar sá hún silfrið, þar á meðal þrjú ljón í fullri stærð sem sögð eru steypt úr innfluttu [íslensku] silfri fyrir bráðum fimm hundruð árum.

Svíar gerðu uppreisn gegn Kalmarsambandinu sem hrundi eins & spilaborg en það náði frá Finnlandi í austri & til Grænlands í vestri. Með hruni Kalmarsambandsins varð Gústaf Vasa konungur Svía 1523. Þá sölsuðu Danir undir sig eyþjóðirnar í Norðurhöfum; Ísland, Færeyjar & Grænland & hinar myrku aldir Íslands hófust en við höfðum verið í konungssambandi við Noreg frá 1262.

Danir klipptu á siglingar annarra þjóða til Íslands – einangruðu landið, komu á Einokun & íslensku handritin voru flutt til Köben sem var ekki aðeins reist fyrir íslenska peninga [silfur] heldur lýst með íslenskum grút, segir í Íslandsklukku Laxness. Hvað hefði Jón Hreggviðsson sagt hefði hann séð ljónin í Rosenborgarhöll?

Ísland hafði alltaf verið & er gósenland, utan tímabil danskrar nýlendukúgunar. Þegar landsmenn brutust undan danskri kúgun & þjóðin endurheimti frelsi & fullveldi urðu Íslendingar hástökkvarar meðal þjóða á velsældarlistum OECD.

Rósinborgarhöll
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila