„Þeim mun mistakast – Trump verður endurkjörinn í mestu forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna“

Dómnefnd á Manhattan kaus á fimmtudag að gefa út ákæru á hendur Donald Trump fv. forseta vegna máls sem á heima í ruslatunnunni. Að svo stöddu er efnislegt innihald ákærunnar ekki opinbert heldur innsiglaði Hæstiréttur New York ríkis ákæruna og kviðdómurinn tilkynnti á miðvikudaginn, að þeir væru að fara í mánaðarlangt frí.

Trump er sakaður um misgjörðir fyrir að hafa borgað klámstjörnunni Stormy Daniels, sem saksóknari Manhattan sem nýtur stuðnings George Soros, breytti í refsiverðan glæp. Núna hefur kosningateymi Donald Trump sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Taylor Budowich, forstöðumaður Gerum Ameríku Mikil Aftur, gaf út þessa yfirlýsingu fyrir augnabliki síðan:

„Þetta er ekki ákæra fyrir glæp — það var enginn glæpur — Þess í stað eru þetta fréttir um ákæru fyrir misheppnaða þjóð. Trump forseti lofar að binda enda á stríðið í Úkraínu á friðsamlegan hátt, rífa niður djúpríkið og bjarga landinu okkar með því að setja Bandaríkin í fremsta sætið. Stjórnmálaelítan og valdníðslumenn beita pólitísku afli til að reyna að stöðva hann. Þeim mun mistakast. Hann verður endurkjörinn í mestu forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna og saman munum við öll gera Ameríku mikil aftur.“

Deila