Þingmenn gengu út þegar Zelensky ávarpaði þing Austurríkis – vilja vernda hlutleysi landsins

Þingmenn þriðja stærsta flokks Austurríkis, FPÖ, gengu út af þingi landsins, þegar Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, talaði í gegnum link á stórskjá í þinginu. Það voru þingmenn Frelsisflokksins FPÖ, sem kusu að ganga út, þegar Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, hóf mál sitt í þingi Austurríkis í gær, fimmtudag. Þingmennirnir mótmæltu því, að ávarp Zelenskí brjóti í bága við hlutleysisreglu Austurríkis.

Þingmenn Frelsisflokksins skildu eftir spjöld á borðum sínum með með textanum „pláss fyrir hlutleysi“ og „rými fyrir frið.“ Flokksleiðtoginn Herbert Kickl sagði samkvæmt Al Jazeera:

„Það er sorglegt, að FPÖ sé eini flokkurinn á þingi, sem tekur eilíft hlutleysi okkar alvarlega og stendur þar með líka fyrir friðinn.“

Stjarna Zelenskís fallin

Á samfélagsmiðlum eru vangaveltur um að stjarna Zelenskys sé fallin. Þannig skrifar t.d. Kim Dotcom á Twitter (sjá neðar á síðunni):

„Tími standandi lófaklapps fyrir Zelenskí er liðinn. Í ræðu á þinginu í Austurríki gengu stjórnmálamenn út í mótmælaskyni, vegna þess að Zelenskí sóar lífum landsmanna sinna í stað þess að leita friðar. Staðgengilsstríðsáróður Bandaríkjanna skilar ekki lengur neinum árangri.“

Dansandi einræðisherra

Bandaríski lögfræðingurinn Rogan O’Handley skrifar (sjá tíst að neðan):

„Zelenskí hélt ræðu á austurríska þinginu og í stað þess að fá rífandi lófaklapp sem hann fékk á bandaríska þinginu, þá gengu austurrískir þingmenn út í mótmælaskyni. Tímarnir eru loksins að snúast gegn þessum dansandi einræðisherra.“

Hér að neðan má sjá myndband um atburðinn:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila