Þingnefnd kallar eftir gögnum frá heimavarnarráðuneytinu vegna tengsla Timothy Walz við Kínverska kommúnistaflokkinn

James Comer, formaður eftirlits- og ábyrgðarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið út stefnu á hendur Alejandro Mayorkas, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, þar sem óskað er eftir leynilegum og óleynilegum greiningarskýrslum, skjölum og samskiptum sem tengjast meintri aðkomu Timothy Walz, ríkisstjóra Minnesota, að Kínverska kommúnistaflokknum (CCP).

Þessi ákvörðun kemur í kjölfar uppljóstrana frá innanbúðarstarfsmönnum, sem hafa vakið athygli nefndarinnar á skýrslum og samskiptum innan heimavarnarráðuneytisins (DHS) sem gætu varpað ljósi á tengsl Walz við CCP. Samkvæmt uppljóstrunum hefur hópur starfsmanna DHS, í samskiptum á Microsoft Teams spjalli sem ber nafnið „NST NFT Bi-Weekly Sync,“ deilt upplýsingum sem varða rannsóknina.

Nefndin hefur fengið alvarlegar viðvaranir frá starfsmönnum DHS varðandi langvarandi tengsl CCP við Minnesota-ríkisstjórann, Timothy James Walz,“ skrifaði James Comer, formaður nefndarinnar, í yfirlýsingu sinni.

Rannsókn nefndarinnar hefur beinst að því hvernig kínversk yfirvöld hafa reynt að hafa áhrif á stjórnkerfi Bandaríkjanna, sérstaklega í gegnum ríkisstjóra einstakra ríkja. Í ágúst hóf nefndin formlega rannsókn á Walz, eftir að greint var frá langvarandi tengslum hans við CCP embættismenn og aðila.

Nefndin hefur víkkað út rannsókn sína vegna vaxandi áhyggja um að CCP reyni að veikja og hafa áhrif á bandaríska stjórnmálamenn. Þetta á sérstaklega við nú þegar Walz hefur verið útnefndur sem varaforsetaefni í framboði Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Ef rannsóknin leiðir í ljós að Walz hafi á einhvern hátt átt samskipti við CCP, hvort sem það hafi verið meðvitað eða ómeðvitað, gæti það bent til veikleika í viðbrögðum bandarískra yfirvalda við pólitískri hernaðartækni CCP.

Með stefnu sinni hefur Comer kallað eftir öllum samskiptum frá Microsoft Teams spjallinu „NST NFT Bi-Weekly Sync“ frá 1. júlí 2024, þar sem vísað er til Timothy J. Walz, ríkisstjóra Minnesota, og skjölum tengdum honum. Einnig er óskað eftir öllum leyni- og óleyniskýrslum tengdum Walz frá nóvember 2023 til dagsins í dag.

Þessi gögn munu, samkvæmt Comer, veita frekari innsýn í það hversu árangursrík herferð CCP hefur verið í að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og hversu vel alríkisstjórnin hefur tekist á við þetta ástand.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila