Þjóðarsjóðurinn staðsettur erlendis og nýttur í fjárfestingar

Inga Sæland.

Gert er ráð fyrir að þjóðarsjóðurinn svokallaði verði staðsettur erlendis og hann verði nýttur til fjárfestinga líkt og gert hefur verið með lífeyrissjóði landsmanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland þingmanns og formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Inga segir að sem dæmi sé gert ráð fyrir að arður sem komi frá Landsvirkun renni meðal annars í sjóðinn ” ég hefði nú frekar viljað að fjármagnið væri notað hérlendis í að byggja til dæmis upp vegi og aðra innviði en mér skilst að þetta eigi að renna í þennan þjóðarsjóð sem verður geymdur erlendis og mér skilst einnig að það eigi að fara í einhvers konar fjárfestingar líkt og gert hefur verið með lífeyrissjóðina“,segir Inga. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila