Þjóðhátíðarræða Svíakonungs eflir samkennd sænsku þjóðarinnar

Mikil hátíðahöld fóru fram í allri Svíþjóð í gær og var annríki konungsfjölskyldunnar mikið. Dagurinn byrjaði á því að sænski fáninn var dreginn að húni þar sem við var komið jafnt í konungshöllinni sem „á torgum og í görðum, á rútum og svölum.“

Konungshöllin var af tilefninu opin almenningi og tók Victoria krónprinsessa og prins Daníel á móti fólki. Síðar um daginn óku konungshjónin í vagni frá höllinni að Skansen, þar sem hefðbundin þjóðhátíðardagskrá fór fram. Um kvöldið hafði konungur móttöku fyrir tigna gesti á Norræna safninu. Óhætt má segja að Svíþjóð er að byrja að forma þá samkennd sem þjóðhátíðardagurinn, sem samtímis er dagur sænska fánans, veitir landsmönnum. Þjóðhátíðardagurinn var fyrst gerður að almennum frídegi árið 2005 og þurfti konungsfjölskyldan alein að bera ábyrgð á að halda hefð þjóðarinnar árin á undan samtímis og dagurinn var almennur vinnudagur hjá Svíum. Konungur minntist sérstaklega á þýðingu sænska fánans í hátíðarræðu sinni í Strängnäs, sem konungshjónin heimsóttu fyrr um daginn. 500 ár eru síðan Gustav Vasa var kjörinn konungur Svía í Strängnäs ár 1523.

Konungur sagði meðal annars:

„Í dag er stór dagur. Við fögnum 500 ára afmæli Svíþjóðar sem sjálfstæðrar þjóðar. Það var hér sem það byrjaði. Laugardaginn 6. júní 1523 var Gustav Eriksson Vasa kjörinn sænskur konungur í Strängnäs.“

„Á þeim tíma var Gustav Vasa 27 ára gamall. Eins og ég, þegar ég tók við af afa mínum árið 1973. Þá hafði Svíþjóð þróast ört síðustu áratugi og var land með tiltölulega velmegun, þar sem flestar kúrfur bentu í jákvæða átt.“

„Árið 1523 voru hlutirnir öðruvísi. 16. öldin var umbrotatími. Enginn gat vitað, hvort sjálfstæði Svía myndi varðveitast. En í aldanna rás skapaðist kjölfesta. Öflugt ríkisbú myndaðist á 17. öld. Grundvöllurinn að réttarríki var lagður. Þann 6. júní 1809 var ný stjórnarskrá undirrituð, með skiptingu valds milli konungs og ríkisþings. Það tryggði einnig prentfrelsi, sem hafði þegar verið tekið upp árið 1766. Svíþjóð var þá fyrsta landið í heiminum til að vernda réttindi hins frjálsa orðs.“


„Þegar við höldum upp á þjóðhátíðardaginn í dag, er sænski fáninn hið sjálfsagða tákn. Hann táknar allt það sem við höfum áorkað og það sem við berjumst við að halda: lýðræði og réttlæti, málfrelsi og prentfrelsi, frið og frelsi.“


„Fáninn blaktir alls staðar í Svíþjóð 6. júní; á torgum og í görðum, á rútum og svölum. Bláu-gulu litirnir tákna bæði hátíðleika og hátíð. En umfram allt sameiningu.“

„Leiðin að sænska þjóðhátíðardeginum var örlítið krókótt en núna leikur enginn vafi á því lengur. 6. júní er sá dagur sem við Svíar fögnum í sameiningu gleði okkar og þakklæti fyrir að lifa í Svíþjóð. Sjálfstæðu og frjálsu landi. Hyllum land vort með fjórföldu lifi fyrir Svíþjóð – lengi lifi Svíþjóð – Húrra! Húrra! Húrra! Húrra!“

Krónprinsessa Victoria og prins Daniel með börnum sínum prinsessu Estelle and prins Oscar opna konungshöllina fyrir almenning 6.júní 2023. Mynd: @ Kungl. Hovstaterna. Ljósmyndari Pelle Nilsson.
Hátíðahöld á Skansen í Stokkhólmi 6. júní. Konungsfjölskyldan ásamt forseta þingsins, Andreas Norlén og frú Helena Norlén. Mynd © Kungl. Hovstaterna. Ljósmyndari Clément Morin.
Konungshjónin á leiðinni til hátíðahaldanna á Skansen í Stokkhólmi 6. júní 2023. Mynd © Kungl. Hovstaterna. Ljósmyndari Clément Morin.
Sænski konungsfáninn dreginn að húni að morgni þjóðhátíðardagsins 6. júní 2023. Mynd © Kungl. Hovstaterna. Ljósmyndari Clément Morin.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila