Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar

Á sér­stakri há­tíð­ar­dagskrá við setn­ingu bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima í Mos­fells­bæ í gær var leir­lista­kon­an Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2024.

Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér um val bæj­arlista­manns ár hvert og veitti Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir formað­ur nefnd­ar­inn­ar leir­lista­kon­unni Þóru Sig­ur­björns­dótt­ur verð­launa­grip eft­ir lista­kon­una Ingu El­ínu ásamt við­ur­kenn­ing­ar­fé sem fylg­ir nafn­bót­inni.

Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir stund­aði nám við Mynd­list­ar­skóla Reykja­vík­ur og lauk prófi frá leir­list­ar­deild Mynd­list­ar- og hand­íða­skóla Ís­lands árið 1989. Að loknu námi opn­aði hún vinnu­stofu í Ála­fosskvos og tók mik­inn þátt í því fjöl­skrúð­uga list­a­lífi sem blómg­að­ist næstu árin í kvos­inni. Marg­ir lista­menn voru þar með opn­ar vinnu­stof­ur, tóku á móti gest­um og héldu sam­sýn­ing­ar á staðn­um. Þóra vinn­ur jafnt nytja­hluti sem skúlp­túra og nýt­ir ásamt leir og járni ann­an efni­við í list­sköp­un sinni, til dæm­is hross­hár og kinda­horn.

Þóra hef­ur hald­ið fjöl­marg­ar einka­sýn­ing­ar og tek­ið þátt í sam­sýn­ing­um bæði hér á landi og er­lend­is. Hún er bú­sett í Mos­fells­bæ og starf­ræk­ir vinnu­stofu að Hvirfli í Mos­fells­dal.

Þóra hef­ur ver­ið framúrsk­ar­andi í leir­list hér á landi síð­ustu ára­tugi og því vel að heiðr­in­um komin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila