Þórhildur Sunna mun funda með Julian Assange en hann er vistaður í hinu alræmda Belmarsh fangelsi
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, er nú í London vegna skýrslu fyrir Evrópuráðið vegna varðhaldsins á Julian Assange og neikvæð áhrif þess á vernd mannréttinda um heim allan.
Þórhildur mun heimsækja Julian Assange á þriðjudaginn í Belmarsh fangelsi, þar sem honum hefur verið haldið án sakfellingar í 5 ár. Bandaríkin vilja að Bretland framselji hann til þess að rétta yfir honum fyrir brot á njósnalögunum (Espionage Act) þar í landi og Assange heldur því fram að þar með sé verið að vega að fjölmiðlafrelsi og vernd uppljóstrara.
Hlutverk Þórhildar Sunnu er að skrifa skýrslu fyrir Evrópuráðið þar sem mat er lagt á hvort Julian sé pólitískur fangi (samviskufangi) og eigi því að sleppa án tafar og sömuleiðis hin kælandi áhrif sem meðferðin á honum hefur gagnvart tjáningarfrelsi í Evrópu.