Þriðja æviskeiðið þarf ekki að einkennast af heilsubrestum og einmanaleika

Það er engin þörf á því að þriðja æviskeiðið sé bundið við einhvern nákvæman aldur, einkennist af heilsubrestum og einmanaleika heldur þvert á móti getur þriðja æviskeiðið orðið það besta á ævinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðfinnu Sesselju Bjarnadóttur atferlisfræðings frá Magnavita í þættinum Heilsan heim í dag en hún var gestur Sigrúnar Kjartansdóttur.

Guðfinna ásamt félögum sínum þeim Benedikt Olgeirssyni verkfræðingi og Sigríði Olgeirsdóttur kerfisfræðingi stofnuðu einmitt Magnavita í þeim tilgangi að bjóða fólki á aldrinum 55-75 ára að skipuleggja þriðja æviskeiðið með það að markmiði að eiga hamingju og innhaldsríkt og heilsuhraust æviskeið.

Nýjasta afurð Magnavita er nám þar sem markmiðið er að fólk fjarfesti í eigin framtíð og læri leiðir til þess að fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum. Í þættinum benti Guðfinna á að hvað heilsu varðar sé fjölmargt sem fólk geti haft áhrif á til þess að öðlast betri heilsu og betri ævidaga. Það megi til dæmis gera með því að draga úr hættu á lífstílstengdum sjúkdómum og byrja á að stunda heilbrigðari lífsstíl.

Þá er eitt markmiðanna í náminu að auðga lífið með nýrri þekkingu, virkni, gleði og tækifærum. Einnig er unnið að því að styrkja félagslegt tengslanet fólks og mynda ný vinatengsl.

Guðfinna segir að þriðja æviskeiðið eigi að vera æviskeið uppskeru þar sem fólk eigi að njóta ávaxtanna af langri vinnuævi og njóti lífsins og geri það með gleði og jákvæðni að leiðarljósi.

Rétt er að benda áhugasömum á að kynna sér málið nánar á vefsvæði Magnavita með því að smella hér.

Þátturinn verður aðgengilegur hér í fréttinni og á streymisveitum fljótlega.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila