Þrír sóttu um forstjórastöðu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu

Þrír einstaklingar hafa sótt um starf forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu. Í tilkynningunni segir að heilbrigðisráðherra muni skipa í stöðuna til næstu fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar sem fara munu yfir umsóknirnar. Þeir sem sóttu um stöðuna eru:
  • Helga Jóhannesdóttir, sviðstjóri fjármála og reksturs hjá Útlendingastofnun
  • Óskar Sesar Reykdalsson, settur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Viðar Helgason, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila