Þróunin í Úkraínustríðinu mikið áhyggjuefni

Þróunin í Úkraínustríðinu er mikið áhyggjuefni og ekki síst núna eftir að Úkraínuher réðist inn í Kursk og Rússar séu að svara á móti með miklum loftárásum á Úkraínu. Þá mun það hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef NATO verður við beiðni Zelenskys forseta Úkraínu um að Úkraínuher fái að skjóta langdrægum eldflaugum inn í Rússland. Þetta segir Birgir Þórainsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnmála- og öryggisnefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu sem hlusta má á í spilaranum hér að neðan.

Alvarlegar afleiðingar ef NATO heimilar Zelensky að notað langdrægar flaugar

Aðspurður um beiðni Zelensky til NATO um notkun langdrægra eldflauga gegn Rússum segir Birgir að það munu hafa mjög alvarlegar afleiðingar og segist spyrja sig hvort menn hafi nokkuð hugsað það alla leið hvaða afleiðingar slíkt gæti haft. Þá segir Birgir aðspurður um hvort ekki þurfi samþykki Íslands sem NATO þjóð fyrir því að NATO heimili notkun þessara flauga að hann myndi mælast til þess að Ísland myndi alls ekki standa með slíkri ákvörðun.

Innrásin í Kursk skptimynt í samningum við Rússa

Birgir bendir á að þær árásir sem Rússar hafi undanfarna daga gert á Úkraínu og sér í lagi Kænugarð séu þær umfangsmestu til þessa. Birgir minnir á að Zelensky forseti hafi sagt að hann ætlaði að nýta innrásina og það landflæmi sem þeir hafi náð á sitt vald sem skiptimynt í samningum við Rússa. Í því sambandi rifjar Birgir upp að einn af hátt settum hershöfðingjum Úkraínuhers hafi sagt að þetta stríð myndi aldrei enda öðruvísi en við samningaborðið.

Slæmt að Rússar hafi sagt sig frá ÖSE

Birgir segir að það sé einmitt það sem flestir leggi áherslu á, að það verði sest niður og reynt að semja til þess að enda þessa skelfilegu deilu. Það hafi hins vegar því miður ekki tekist fram að þessu. Hann segir að það að Rússar hafi sagt sig frá ÖSE hafi ekki verið gott því á meðan þeir voru í ÖSE hafi verið opin leið til viðræðna við þá og því sé staðan alls ekki að batna hvað Úkraínustríðið varðar, ekki frekar en ástandið í miðausturlöndum.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila