Þurfum að velta því fyrir okkur hversu langt við viljum ganga í valdaframsali til Evrópusambandsins

Doktor Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði

Það er rétt að íslendingar staldri við og velti því fyrir sér hversu langt þjóðin er tilbúin að ganga í því að framselja vald til Evrópusambandsins.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli doktors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors í stjórnmálafræði í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Hannes segir að íslendingar ættu að horfa til Bretlands þegar þeir velta því fyrir sér hversu langt eigi að ganga í því að undirgangast vald Evrópusambandsins

við erum nú þegar að færast í þá átt að fara inn þar smát og smátt og í andstöðu við vilja þjóðarinnar og svo er það nú þannig að þegar einu sinni þjóð gengur inn í Evrópusambandið reynist þrautin þyngri að komast þaðan út aftur eins og nú hefur komið í ljós í Brexit málinu“,segir Hannes.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila