Site icon Útvarp Saga

Þýskaland og Ítalía gefast upp og byrja að greiða fyrir gasið í rúblum

Þýskaland og Ítalía gefa nú grænt ljós á, að staðbundin orkufyrirtæki sem vilja geti opnað reikninga í rússneska Gazprombank fyrir breytingu evrunnar í rúblur.

Reuters segir, að refsiaðgerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins séu viljandi óljóst skrifaðar, þannig að lönd sem þurfa á rússnesku gasi að halda, ættu að geta haldið því fram að það sé ekki brot á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi ef fyrirtækin opna reikning í rússneska Gazprombank.

Jafnvel áður en viðsnúningur varð frá Þýskalandi og Ítalíu höfðu refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi ekki valdið rúblunni tilætluðum skaða. Gjaldmiðillinn er sterkari í dag en fyrir innrásina í Úkraínu og Rússar flagga til að kynna kröfur rúblna um aukinn útflutning sem vestræni heimurinn er háður.

Nýlega ákváðu G7 ríkin að bæta við peningastrauminn til Úkraínu með 18,4 billjónum dollara samkvæmt Reuters. Rússar lokuðu fyrir gas til Finnlands fyrr í dag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla