Þýskaland: „Við þurfum sérstakar ráðstafanir til að takmarka loftslagsbreytingarnar“

Myndbandi af viðtali við Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Skyndilega segir hann í viðtalinu, að „loftslagskreppan“ geti leitt til þess að stjórnmálamenn banni fólki að gera ákveðna hluti – til dæmis að ferðast. Heilbrigðisráðherrann segir í myndbandinu:

„Ég held að við þurfum að gera sérstakar ráðstafanir til að takmarka loftslagsbreytingarnar. Það þýðir, að jafnvel ferðalög eru hluti af þeirra. Ég get ekki útilokað að í loftslagskreppunni gætum við lent í þeirri stöðu að við þurfum að banna ákveðna hluti.“

Þegar ráðherrann er síðan spurður hvernig hann líti á það, að fólk hafi einmitt áhyggjur af því, að Covid-höftin séu notuð sem fyrirmynd síðar meir fyrir loftslagsstjórnun, þá svarar hann að slíkt séu bara samsæriskenningar.

Þetta sagði hann, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur sagt nokkrum sekúndum á undan, nákvæmlega eina slíka „samsæriskenningu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila