Trump: Bandaríkin á leið í efnahagssamdrátt – „miklu verra en 1929“

Trump sendir Bandaríkjaforseta kaldar kveðjur vegna ástandsins í efnahagsmálunum. Mynd © Gage Skidmore.

Donald Trump fyrrverandi forseti tjáði sig um bandaríska bankahrunið og varar við því, að landið sé á hraðferð í djúpan efnahagssamdrátt.


„Við munum fá mikinn efnahagslegan samdrátt sem verður miklu stærri og öflugri en árið 1929“


Trump skrifar á sínum eigin samfélagsmiðli „Truth Social“ að Joe Biden muni fara í sögubækurnar sem „Herbert Hoover okkar tíma.“

Trump skrifar í hástöfum:

„VIÐ MUNUM FÁ MIKINN EFNAHAGSLEGAN SAMDRÁTT SEM VERÐUR MIKLU STÆRRI OG ÖFLUGRI EN ÁRIÐ 1929. ÞESSU TIL SÖNNUNAR ERU BANKARNIR ÞEGAR FARNIR AÐ HRYNJA“

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna vísar til yfirstandandi bankahruns í Bandaríkjunum þar sem þrír bankar hafa þegar fallið og búist við að fleiri bankar falli í kjölfarið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila