Trump biður Pútín um að láta í té upplýsingar um Hunter Biden

Donald Trump fór þess á leit við rússneska forsetann Vladimir Pútín, að hann láti í té upplýsingar um viðskipti Hunter Bidens við ólígarka í Austur-Evrópu.

Trump setti fram óskina í sjónvarpsþættinum „Just the News“.

„Af hverju lét eiginkona borgarstjóra Moskvu Biden fjölskylduna fá 3,5 milljónir dollara? Ég held, að Pútín hafi svarið á því. Mér finnst að hann eigi að láta þær upplýsingar í té. Við eigum að vita hvað svarið er.“

Trump segist líka hafa áhuga á að fá meiri upplýsingar um samband Hunter Bidens við úkraínska ólígarkinn Mykola Zlotjevsky, sem á gasfyrirtækið Burisma Holdings en Hunter Biden fékk sérlega vel launað starf í stjórn fyrirtækisins ár 2014.

Innihaldið í fartölvu Hunter Bidens, sem nefnd hefur verið „fartalva helvítis“ veitti þegar fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ár 2020 nýja sýn í spillt viðskipti forsetasonarins erlendis. New York Post ljóstraði upp um málið en var fljótlega kveðið í kútinn af stóru fjölmiðlunum, sem sögðu uppljóstranirnar vera „rússneskar falsfréttir.“

Núna rannsaka yfirvöld í Bandaríkjunum innihald tölvunnar og fjölmiðlar eins og New York Times hafa að lokum neyðst til að viðurkenna, að upplýsingarnar um fartölvuna eru sannar.

Hér fyrir neðan má heyra Trump setja fram beiðni um meiri upplýsingar um vafasöm viðskipti Hunter Biden í Austur- Evrópu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila