Trump býður sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna 2024

Það var mikið um dýrðir í Mare-a-Lago heimili Trump-hjónanna í Flórída í gær, þegar Donald Trump hélt fund til að koma með eina mikilvægustu tilkynningu lífs síns og fjölda annarra. Eins og flestir af stuðningsmönnum Trumps höfðu búist við, þá tilkynnti hann, að hann myndi gefa kost á sér aftur í embætti forseta Bandaríkjanna 2024. Á myndinni eru Trump-hjónin, Melania Trump t.v. og Donald Trump t.h. (mynd skjáskot rumble).

Verðum að komast upp úr skurðinum

Trump tilkynnti hátíðlega að hann gæfi kost á sér að nýju í embætti forsetans:

„Í kvöld tilkynni ég framboð mitt til forseta Bandaríkjanna til að gera Bandaríkin frábær og glæsileg aftur.“

Hann fyllti í formleg skjöl varðandi komandi framboð sitt en fyrst þarf rebúblikanski flokkurinn að formlega samþykkja hann sem frambjóðenda og ef fleiri fara fram innan flokksins, þá mun flokkurinn kjósa um hver verður endanlega frambjóðandi flokksins. Trump sagði m.a.:

„Rétt eins og ég lofaði árið 2016, þá verð ég rödd ykkar. Ég verð röddin ykkar. Washington-elítan vill þagga niður í okkur en við munum ekki láta þá gera það. Það sem við höfum byggt upp á síðustu sex árum er mesta hreyfing sögunnar, vegna þess að hún snýst ekki um pólitík. Hún snýst um ást okkar á þessu frábæra landi, Bandaríkjunum og við ætlum ekki að láta hana mistakast.“

„Ég býð mig fram vegna þess, að ég tel að heimurinn hafi ekki enn séð hina sönnu dýrð, sem þessi þjóð getur verið. Við höfum ekki náð því hámarki, hvort sem maður trúir því eða ekki.“

„Reyndar getum við gengið mjög langt. Við verðum að fara langt fyrst. Við verðum að komast upp úr þessum skurði. Og þegar við erum loksins komin upp úr skurðinum munið þið sjá hluti, sem enginn hafði ímyndað sér fyrir neitt land. Það kallast Bandaríkin. Og það er ótrúlegur staður.“

Nánustu vinir og stuðningsmenn voru viðstaddir hina formlegu og hátíðlegu athöfn í hátíðarsal Mare-a-Lago klúbbsins.

Efnahagslífið var öflugt í forsetatíð Trumps með auknum tekjum millistéttarfjölskyldna og lægsta atvinnuleysi í hálfa öld og mikilli atvinnuaukningu. Efnahagsmálin ásamt óðaverðbólgu voru efst á baugi fyrir kjósendur í miðkjörtímabilskosningunum 2022.

Hér að neðan má sjá myndband af öllum fundinum og einnig hluta fundarins:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila