Trump: Ég hefði bundið enda á stríðið á einum degi

Trump gengur niður flugvélatröppurnar. Mynd Shealah Craighead, Hvíta Húsið.

Ef Donald Trump hefði verið forseti Bandaríkjanna, þá hefði ekkert af því gerst, sem nú hefur sökkt heiminum niður á undanförnum árum. Engin verðbólga. Ekkert himinhátt orkuverð og rafmagnsreikningar. Ekkert stríð í Úkraínu. Allt það slæma sem gerðist hafði í staðinn verið hið gagnstæða. Bandaríkin hefðu „grætt fjárfúlgur“ núna, segir hann í viðtali við One America News Network (sjá myndband neðar á síðunni). Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann hefði getað bundið enda á Úkraínustríðið strax. Á einum degi.

Ekkert af þessum neikvæðu hlutum hefðu gerst, hefði ég verið forseti áfram

Að sögn Trump hefði ekkert gerst af öllu þessu afskaplega neikvæða, sem gerst hefur á undanförnum árum og valdið heiminum miklu tjóni, ef hann hefði áfram verið forseti:

„Úkraína hafði ekki verið í stríði við Rússland núna. Allt sem þú sérð gerast. Verðbólga hefði ekki orðið. Við hefðum áfram verið óháð orkunni og við hefðum grætt stórfé í dag í stað þess að tapa öllu eins og við gerum núna.“

„Líttu á orkureikninga fólks“ segir hann og bendir á, að reikningar hafa tvöfaldast eða þrefaldast í Bandaríkjunum. Allt „hefði verið hið gagnstæða“ ef Trump væri enn í forystu landsins. Hann segir í viðtalinu við OAN:

„Við værum búin að lækka rafmagnsreikningana mikið.“

Það sem er að gerast í Bandaríkjunum er stórslys sem á sér engin fordæmi

Að sögn fyrrverandi forsetans er það sem nú er að gerast í Bandaríkjunum algert stórslys, sem á sér engin fordæmi. Og mannfallið og eyðileggingin í Úkraínu er hræðileg.

„Ég hefði getað bundið enda á stríðið á einum degi. En maður minn, ég get ekki sagt þér hvernig, því þá gæti ég ekki gert það. En það er hægt að enda stríðið mjög fljótt. Þú færð báðar hliðar að samningaborðinu, sem eru með hluti sem þau vilja fá.“

Trump fullyrðir, að stríðið hefði aldrei hafist, ef hann hefði ekki misst forsetaembættið:

„En maður fær ekki það, sem maður hefði getað fengið. Áður var það land með borgum sem stóðu uppi, núna er það land með svo mörgum dánum. Margir, miklu fleiri dánir en nokkur gæti trúað. Ég hefði getað leyst þetta stríð á einum degi.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila