Trump forseti lofar að hann muni skipa starfshóp til að fara yfir mál allra pólitískra fanga Joe Biden


Trump hélt ræðu föstudagskvöld hjá Fjölskyldurannsóknarráðinu í Washington, þar sem hann tilkynnti kosningaloforð um að fara yfir mál sérhvers pólitísks fanga Biden stjórnarinnar aðallega vegna uppþotsins við þinghúsið 6. janúar 2021. Trump sagðist ætla að stofna sérstakan verkefnahóp til að rannsaka pólitíska fanga sem eru ofsóttir af Biden stjórninni.

Trump sagði í ræðu sinni (sjá myndskeið Newsmax að neðan):

„Þessir marxistar og stalínistar í stjórninni fengu dómnefnd í Washington D. C. til að sakfella fimm baráttumenn á unga aldri sem eiga nú yfir höfði sér allt að ellefu ára fangelsi fyrir einföld mótmæli. Þú lest allt um það. Þú heyrir allt um það og þú talar um það, að undir Biden þá eru aðrir dæmdir í 10-15 og jafnvel 20 ára fangelsi í hefndarskyni fyrir stjórnmálaskoðana sinna. Það á sama tíma og Antifa og aðrir hópar brenndu borgir eins og Portland og Minneapolis og fóru inn í Seattle. Í Seattle tóku þeir í grundvallaratriðum yfir stóran hluta borgarinnar. Þeir drepa fólk. Þeir ræna, þeir rupla og þeir ganga lausir.“

„Pólitísk kúgun er siðlaus og hún er mjög, mjög ó-amerísk og það er mjög hættulegt fyrir þá að spila þennan leik. Til að snúa við þessum grimmu réttlætisbrotum, þá tilkynni ég í kvöld, að um leið og ég vinn kosningarnar mun ég skipa sérstakan starfshóp til að fara með skjótt yfir mál hvers pólitísks fanga sem hefur verið ofsóttur með óréttmætum hætti af Biden-stjórninni… Ég mun á fyrsta degi skrifa undir. Ég vil á fyrsta degi skoða hvað er að gerast. Þetta er hræðilegur hlutur sem er að gerast.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila